
Íslenska 1
Markmið
Nemendur kynnist náminu með því að hlusta, lesa og framkvæma verkefni. Textinn er einfaldur og tengist daglegu lífi.
Efni
Nafn, heimilisfang, stafróf, tölur, aldur, starfsheiti, matur, tilfinningar, líkaminn, að þvo (sér/þvott), bað, sturta, o.s.frv.
Tölur: 1, 2, 3, ... . Segja hvað klukkan er, kennitala og símanúmer.
Tími: Ár – mánuður – vika – dagur. Þekkja nöfnin á mánuðum og dögum. Núna - seinna – fyrr – áður – í dag – í gær – á morgun – eftir viku / mánuð / ár.
Staðsetning: Hér – þar – inni – úti – uppi – niðri – hægri – vinstri – fyrir aftan – á undan – yfir – undir – heima – í vinnu – í skóla.
Litir: Gulur – rauður – grænn – blár – svartur – hvítur o.s.frv.
Fólk (manneskjur): Maður – kona – táningur – strákur – stelpa – barn Kona – maður, kærasti – kærasta Mamma – pabbi Afi – amma Sonur – dóttir Frændi – frænka.
Föt: Buxur, pils, skyrta, peysa, kjóll, úlpa, kápa, frakki, skór, stígvél. Aukahlutir: taska, veski, lykill, peningar, klukka, úr, gleraugu. Blýantur, penni, hjól, sund, bækur, dagblöð, bréf, kerti, bíll, strætó, blóm, sími, sjúkrabíll.
Persónufornöfn: Ég – við Þú – þið Hann – hún – það Þeir/þær/þau Minn – þinn – okkar
Sagnir: Að vera, að heita, að vilja, að skilja, að lesa, að skrifa, að læra, að sofa, að fara (út / að vinna / í skóla), að koma, að keyra.
Lýsingarorð: Heitt – kalt Lítill – stór Feitur – mjór Langt – stutt Fallegur – ljótur Sætur – súr Góður – vondur Bjartur – dimmur Skemmtilegur – leiðinlegur Gamall – ungur Hreinn – óhreinn Tómur – fullur Duglegur – latur Heilbrigður – veikur
Lokamarkmið
Nemandi geti...
-
tjáð nafn sitt og aldur
-
sagt hvaðan hún/hann sé og hvar fjölskylda hennar/hans búi
-
sagt hvar hún/hann búi
-
skilið og sagt hvað klukkan sé
-
skilið tölur og upphæðir
-
tjáð orð og nöfn líkamshluta
-
tjáð hvernig henni/honum líður