top of page

Múltikúlti málamiðstöð - sóttvarnir

 

Sóttvarnir Múltikúlti málamiðstöðvar byggjast á leiðbeiningum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um starf skóla og fræðsluaðila. Nemendur, kennarar, starfsfólk og aðrir viðskiptavinir Múltikúlti skulu kynna sér þau viðmið og reglur sem birt eru á vef og eru gildandi hjá Múltikúlti hverju sinni og fylgist með breytingum sem kunna að verða.

Almennar sóttvarnir og nándarmörk

 

Fylgja skal viðmiðunum um einstaklingsbundnar sóttvarnir, svo sem nándarmörk, handþvott og sótthreinsun.

 

Fylgja skal 1m reglu í öllum samskiptum.

 

Sóttvarnarefni er til staðar við innganga.

 

Sameiginlegir snertifletir eru þrifnir og sótthreinsaðir daglega eða oftar eftir aðstæðum.

 

Veggspjöld til áminningar um sóttvarnir eru sýnileg nemendum.

 

Starfsfólk takmarkar eins og kostur er viðveru í nemendarými.

 

Gæta skal þess að ekki of margir safnist saman í sameiginlegum rýmum, svo sem kaffistofum.

 

Um öll svæði gildir að nemendur, kennarar og starfsfólk á ekki að koma inn á svæði ef viðkomandi:

 

-Er í sóttkví.
-Er í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
-Hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá upphafi einangrunar.
-Er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

 

Við hvetjum öll til þess að kynna sér leiðbeiningar á covid.is, ef upp kemur smit, og noti smitrakningarsmáforritið C-19.

Tilhögun kennslu

Valkvæmt er að taka þátt í íslenskunámskeiðum Múltikúlti í stofu eða í gegnum netið. Verði fjöldi þeirra sem mæta í stofu svo mikill að það stofni í hættu markmiðum 1 metra reglunnar, skipuleggur kennari, í samráði við nemendur, fyrirkomulag sem tryggi að hægt sé að fylgja henni, þar sem tiltekið hlutfall hópsins taki alltaf þátt í gegnum netið.

bottom of page