FYRIRTÆKJALAUSNIR
Múltikúlti íslenska býður upp á námskeið í fyrirtækjum og stofnunum, þar sem kennari mætir á staðinn og heldur námskeiðið í húsnæði fyrirtækisins/stofnunarinnar.
Í upphafi er gerð þarfagreining og skoðuð þau samskipti sem eiga sér stað á vinnustaðnum, settur niður orða- og hugtakalisti sem notaður er í þeim samskiptum.
Námsefnið er lagað að þörfum vinnustaðarins.
Haldinn er undirbúningsfundur með íslenskum starfsmönnum þar sem lagt er til að á meðan á námskeiðinu stendur verði gert sérstakt átak í fyrirtækinu, þar sem talað verður sem mest íslenska.
Í lok námskeiðs fá nemendur viðurkenningarskjal og umsögn.
