KENNARAR

Kjartan Jónsson

Kjartan Jónsson er með MA-gráðu í þýðingafræðum og BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Kjartan er framkvæmdarstjóri Múltíkúlti-íslensku og hefur kennt útlendingum íslensku síðan 2006, bæði hjá Alþjóðahúsi og í Múltíkúlti-íslensku. Hann hefur auk þess víðtæka reynslu af því að halda fræðslunámskeið af ýmsu tagi. 

Caterina Poggi

Caterina Poggi er með BA í málvísindum og menningarmiðlun og meistaragráðu í ítölskukennslu fyrir útlendinga. Hún hefur kennt ítölsku í ýmsum löndum. Auk ítölsku, talar Caterina ensku, spænsku og íslensku. 

Natalia Rynkowska

Natalia er með BA gráðu í Enskum málvísindum og bókmenntum frá Háskóla Íslands og talar reiprennandi pólsku og ensku og þokkalega rússnesku.

Salah Karim

Salah hefur BSc gráðu í tæknifræði, með fjölbreytta starfsreynslu og hefur undanfarin ár kennt íslensku fyrir arabískumælandi, auk þess að vinna með flóttafólki hjá Rauða krossinum. 

Kári Páll Óskarsson

Kári er með MA í Þýðingafræðum og BA í Ensku, með frönsku sem aukafag, frá Háskóla Íslands. Kári lærði frönsku og samanburðarbókmenntir í Háskólanum í Strasbourg í Frakklandi og vinnur nú að annarri MA-gráðu í íslenskum bókmenntum. Hann hefur kennt íslensku fyrir útlendinga á öllum stigum síðan 2014, bæði í Þýsklandi og á Íslandi. Kári talar ensku, frönsku og þýsku, auk íslensku.

Please reload

Saga Kjartansdóttir

Saga Kjartansdóttir er með BA í bókmenntafræði og meistaragráðu í túlkunarfræði frá HÍ. Saga er þýðandi og hefur kennt íslensku undanfarin ár. Saga talar, auk íslensku, ensku, norsku og ítölsku.                                                     

                                

Stefanía Helga Skúladóttir

Stefanía Helga Skúladóttir er með kennsluréttindi í íslensku, MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og BA-gráðu í íslensku, allt frá Háskóla Íslands. Stefanía starfar sem sjálfstæður íslenskukennari.

Oktavía Hrund Jónsdóttir

Oktavía Hrund er með  MA í Alþjóðasamskiptum og -þróun og BA í Viðskiptum, spænsku og Ensku. Auk íslensku, hefur hún kennt dulkóðun, áhættustjórnun og hvernig netið virkar í meira en áratug, bæði í háskólum og á námskeiðum.      

Ana Belén F. Organista

Ana Belén F. Organista er með Ma í spænsku og BA í málvísindum frá Autónoma-háskólanum í Madrid. Hún er auk þess með diplóma í kennslufræðum og BA í ferðamennsku frá Complutense-háskólanum í Madríd. Ana hefur kennt spænsku á öllum stigum í þremur löndum. 

Óskar Kjartansson

Óskar er með BA-gráðu í Japönsku máli og menningu frá Háskóla Íslands. Auk þess er Óskar með burtfararpróf úr Tónlistarskóla FÍH sem slagverksleikari. Óskar starfar sem tónlistarmaður, íslenskukennari og leikskólakennari. Óskar talar, auk íslensku, ensku og japönsku.

Please reload

© 2018 by Multikulti, Proudly created with Wix.com