Íslenska 4

 

Markmið

Að auka færni nemenda í stafsetningu og réttritun með réttritunaræfingum, auk þess sem dýpkað er á skilningi, m.a. með því að skoða og endursegja fréttir úr fjölmiðlum. Upprifjun eftir þörfum nemenda.

 

 

 

Efnisatriði

Kennsluheftið inniheldur ýmsa texta sem tengjast lífi einnar og sömu fjölskyldu á ýmsum sviðum fjölskyldulífsins.

 

Viðtengingarháttur er kynntur til sögunnar, auk þess sem rifjuð er upp málfræðin í gegnum beygingaæfingar. Orðasambönd á borð við „Annað hvort ______ eða _______“ auk annarra eru skoðuð, auk beyginga á fyrstu fjórum tölunum.
 

Þá eru skoðaðar auglýsingar, minningagreinar, o.fl.