
Íslenska 4
Markmið
Upprifjun á grunnatriðum í málfræði og orðflokkum, ásamt flóknari málfræði og æfingum.
Áhersla á talað mál: Nemandinn getur tekið þátt í einföldum samtölum um tiltekin málefni.
Efnisatriði
Helstu orðflokkar og málfræði þeirra í megindráttum (forsetningar, lýsingarorð, reglulegar og
óreglulegar sagnir, nafnorð, atviksorð) rifjuð upp. Námskeiðið leggur mikla áherslu á notkun
málfræðilegra falla í íslensku.Þolfall, þágufall og eignarfall nafnorða er skoðað í tengslum við
forsetningar og í tengslum við hreyfingu og staðsetningu sem og viðtengingarhátt „að vera“ og
fallbeygingu spurnarfornafna.
Flóknari textar verða skoðaðir, ásamt hlutum á borð við einfaldar krossgátur og málshætti á íslensku.
Nokkur efnisatriði - sem ákveðin verða fyrirfram - verða rædd, en einnig verða tekin til umræðu atriði /
málefni sem tengjast líðandi stund.