
Íslenska 5
Markmið
Námskeiðið miðast við þarfir þeirra sem þegar hafa góða undirstöðu í tungumálinu. Áfram er einblínt á þætti er varða hversdagslífið og þarfir fjölskyldu. Í því samhengi er málskilningurinn aukinn í tengslum við aðstæður sem gætu komið upp í vinnu, í skóla og daglegu lífi.
Nemandinn ætti að geta frekar tjáð tilfinningar sínar og skoðanir, og auka bæði færni sína í tungumálinu og sjálfstraust. Lesskilningur er þjálfaður, sem og skrift og talað mál. Verkefnin reyna á hæfni nemandans í raunverulegum aðstæðum og þjálfa nemandann í því að eiga samtöl sem og að gera sig vel skiljanlegan á íslensku.
Lokamarkmið / Kunnátta í lok námskeiðs
Skilningur: Nemandinn skilur meginatriði talaðs máls um kunnugleg efni.
-
Skilur og bregst við akstursleiðbeiningum / leiðbeiningum fyrir gangandi
-
Skilur og bregst við leiðbeiningum varðandi vinnu
-
Getur fylgt samtölum og skilur samhengið
-
Nemandinn getur lesið texta um kunnugleg efni
Dæmi:
-
Les texta um daglegt líf, svo sem einkabréf
-
Les einfaldar akstursleiðbeiningar / leiðbeiningar fyrir gangandi, leiðsögn og auglýsingar
-
Les einfaldar lýsingar er varða vinnu eða skóla, svo sem; bréf frá skóla, foreldra- eða íþróttafélagi
Talað mál: Námsmaðurinn hefur nægilegan orðaforða varðandi hversdagsleg málefni
-
Getur keypt hluti, skilað og skipt
-
Getur lýst fólki, hlutum og umhverfi
-
Getur útskýrt hvernig gera skal hluti
-
Getur spurst fyrir um og útskýrt hluti varðandi atriði er varða vinnu hans / hennar
-
Nemandinn getur lýst á einfaldan hátt persónulegri reynslu sinni, væntingum og framtíðarplönum
Dæmi:
-
Lætur í ljós ásetning sinn og langanir
-
Lýsir persónulegri reynslu
-
Lætur í ljós tilfinningar sínar og bregst við
Skrifað mál: Nemandinn getur skrifað, á einföldu máli, um málefni sem hann/hún þekkir vel til
Dæmi:
-
Skrifar skilaboð og gefur upplýsingar
-
Skrifar einfalt bréf og spyr um upplýsingar
-
Skrifar lýsingu á sjálfum / sjálfri sér og fjölskyldu sinni
-
Skrifar stuttan texta um daglegt líf, skóla, vinnu og áhugamál